Lífið

Ivana Trump yngir upp

Ivana ætlar greinilega ekki að sitja uppi með farlama gamalmenni.
Ivana ætlar greinilega ekki að sitja uppi með farlama gamalmenni. MYND/Getty

Ivana Trump gekk í það heilaga í fjórða sinn á laugardaginn, þegar hún giftist ítalska leikaranum og fyrirsætunni Rossano Rubicondi. Parið hefur verið saman í sex ár.

Ivana er fyrrverandi eiginkona Donalds Trump, og líkt og hann yngir hún duglega upp með nýja makanum. Rubicondi er einungis 35 ára, 24 árum yngri en eiginkonan.

Talið er að Ivana hafi fengið tæpar 40 milljónir dollara þegar hún skildi við Donald, en það er greinilega ekki illt á milli þeirra. Athöfnin fór fram að viðstöddum fimm hundruð gestum á heimili Donalds í Palm Beach, og systir hans, dómarinn Maryanna Trump, gaf skötuhjúin saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.