Innlent

Piltur stunginn með hnífi

Átján ára piltur var stunginn með hnífi í brjóstholið fyrir utan skemmtistað á Hverfisgötu í Reykjavík snemma í gærmorgun. Árásarmaðurinn, piltur á svipuðum aldri, fór af vettvangi en var handtekinn nokkru síðar.

Hinn særði var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi og síðan á Landspítalann við Hringbraut til frekari rannsókna. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Reykjavík kemur fram að áverkar hans séu alvarlegir og hefur verið lögð fram krafa um gæsluvarðhald yfir árásarmanninum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×