Innlent

Tyggjótrúður tekinn úr umferð

Kjörís hefur ákveðið að kalla inn ísinn Tyggjótrúð og hætta framleiðslu hans í núverandi mynd eftir atvik á dögunum. Þá var þriggja ára drengur hætt kominn þar sem tyggjókúla úr ísnum stóð föst í hálsi hans.

Í tilkynningu Sjóvár Forvarnahúss segir að litlu hafi munað að illa færi því drengurinn var orðinn blár en það má þakka snörum handtökum viðstaddra að ekki fór verr. Er þetta sjöunda tilvikið á tæpum tólf árum þar sem barn lendir í lífshættu við það að boða ís með tyggjókúlu í.

Segir Forvarnahúsið að þeir sem hafi orðið vitni að atvikinu hafi látið Kjörís vita sem brugðist hafi við og tekið Tyggjótrúðinn úr umferð. „Forvarnahúsið vill nota tækifærið og hrósa Kjörís fyrir skjót viðbrögð þeirra. Það er lofsvert og einstakt þegar fyrirtæki bregðast við á svona ábyrgan hátt án þess að skipun um það komi frá stjórnvöldum," segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×