Fótbolti

Sér eftir að hafa beðið unnustu sinnar í beinni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Domenech og William Gallas.
Domenech og William Gallas.

Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakklands, bað unnustu sinnar í beinni sjónvarpsútsendingu í gær. Þetta gerði hann strax eftir 2-0 tap Frakklands fyrir Ítalíu en eftir leikinn var ljóst að Frakkar væru úr leik á EM.

Hann hefur nú sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir þessa ákvörðun sína sem kom á furðulegum tímapunkti. Þegar hann var spyrður að því í viðtali hvort hann ætlaði að láta af störfum vildi hann ekki svara spurningunni og notaði tækifærið til að biðja unnustu sinnar.

Mikil óánægja er í Frakklandi með margar ákvarðanir Domenech á Evrópumótinu en franska liðið endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Ekki var þessi bón hans eftir leikinn í gær til að bæta úr því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×