Lífið

Obama rústar Opruh

Oprah brosir líklega ekki yfir þessum tölum.
Oprah brosir líklega ekki yfir þessum tölum. MYND/Getty
Nýjustu kannanir sýna að stuðningur spjallþáttadrottningarinnar Opruh við forsetaframboð Baracks Obama verið frábær fyrir hann, en hrein hörmung fyrir hana.

74% Bandaríkjamanna höfðu jákvæða mynd af Opruh samkvæmt könnun sem var gerð í febrúar í fyrra, áður en að hún ákvað að styðja Obama. Í næstu könnun, nokkrum mánuðum eftir stuðningsyfirlýsinguna voru einungis rúm sextíu prósent hrifin af Sjónvarpskonunni.

Stóra áfallið kom þó í könnun AOL í síðasta mánuði, sem sýndi að 46% Bandaríkjamanna fannst spjallþáttur Ellenar Degeneres, „bjarga deginum", en einungis 19% sögðu það sama um þátt Opruh. Öllu sárari hafa þó aðrar tölur verið, en sama könnun sýndi að tæp fimmtíu prósent aðspurðra sögðust vilja snæða kvöldverð með Ellen. Sama tala fyrir Opruh - 14%.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.