Innlent

Ísland getur verið fyrirmynd

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Ísland getur verið fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að orkumálum og lausnum á loftslagsvandamálum. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í setningarræðu á ráðstefnu um hlutverk smáríkja í alþjóðlegum friða- og öryggismálum. Ráðstefnan er haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Ræða forsetans var tekin upp á myndskeið fyrirfram og flutt í gegnum fjarfundabúnað í dag.

„Í þeim alheims fjármálafellibyl sem nú ríður yfir, hefur Ísland auk annarra minnst þess að nota samlíkingu, sem er þannig að þegar fellibylur fer yfir hafið í átt að voldugum meginlöndum liggur leið hans iðulega í gegnum smáeyjar þar sem eyðilegging getur orðið mikil," sagði forsetinn í ávarpi sínu.

Forsetinn sagði hins vegar að reynslan hefði sýnt að vegna sveigjanleika og mikillar samhjálpar sem einkenndi smáríki, ættu samfélög þeirra oft auðvelt með að ná sér á strik. „Íslendingar vita að þrátt fyrir þann fjárhagsvanda sem steðjar að, eru grunnstoðirnar styrkar," sagði Ólafur Ragnar. Hann nefndi sem dæmi orkulindir Íslands, sjávarauðlindir, hreint vatn og fallega náttúru.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×