Áfengisverð - hið sanna lögmál Atli Steinn Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2008 13:47 Haftaárin? Nei nei, bara röð í ríkinu. MYND/Arnþór Fréttir af 5,25 prósenta meðaltalshækkun á vörum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins um nýliðin mánaðamót segja ef til vill takmarkaða sögu. Einhverjir höfðu haft spurnir af allt að 25 prósenta hækkun og til að hafa vaðið fyrir neðan sig drifu menn sig í ríkið á föstudaginn og þegar upp var staðið slagaði velta dagsins hátt í 400 milljónir króna. Vísir falaðist eftir upplýsingum um þær áfengistegundir sem mest hækkuðu og eins þær sem minnst hækkuðu og kom þá í ljós að mesta hækkunin var nálægt 65 prósentum en eins voru dæmi um að áfengistegund lækkaði um allt að átta prósent. Menn geta svo deilt um það hve miklar upplýsingar það felur í sér að ræða um 5,25% meðaltalshækkun þótt þar sé um kórrétt meðaltal að ræða. Kóngur vill sigla en birgjar ráða „Það sem ræður fyrst og fremst álagningunni er innkaupsverð birgja og þeir ráða í raun verðlagningunni," útskýrir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. „Ríkið ákveður svo áfengisgjöld og skatta á áfengi og svo er um fasta álagningu ÁTVR að ræða sem er föst prósentutala." Hún segir nýtt verð alltaf taka gildi fyrsta hvers mánaðar og fari það að mestu eftir ákvörðun birgja. „Við höfum í raun engin áhrif á verðið," bætir Sigrún við. Hún segir ÁTVR almennt ekki greina kauphegðun út frá ákveðnum tegundum en í heildina sé aukning á sölu miðað við árið 2007 sex prósent frá janúar og út október 2008. Til marks um það hve gríðarleg sprenging varð í áfengissölu föstudaginn 31. október, áður en verðið hækkaði, má nefna að söluaukningin var 3,9 prósent frá janúar út september en er nú komin í áðurnefnd sex prósent og segir Sigrún októbermánuð í heild sinni ekki hafa haft úrslitaáhrifin í þeirri aukningu heldur hafi hún mest komið til þennan eina dag, 31. október. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Fréttir af 5,25 prósenta meðaltalshækkun á vörum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins um nýliðin mánaðamót segja ef til vill takmarkaða sögu. Einhverjir höfðu haft spurnir af allt að 25 prósenta hækkun og til að hafa vaðið fyrir neðan sig drifu menn sig í ríkið á föstudaginn og þegar upp var staðið slagaði velta dagsins hátt í 400 milljónir króna. Vísir falaðist eftir upplýsingum um þær áfengistegundir sem mest hækkuðu og eins þær sem minnst hækkuðu og kom þá í ljós að mesta hækkunin var nálægt 65 prósentum en eins voru dæmi um að áfengistegund lækkaði um allt að átta prósent. Menn geta svo deilt um það hve miklar upplýsingar það felur í sér að ræða um 5,25% meðaltalshækkun þótt þar sé um kórrétt meðaltal að ræða. Kóngur vill sigla en birgjar ráða „Það sem ræður fyrst og fremst álagningunni er innkaupsverð birgja og þeir ráða í raun verðlagningunni," útskýrir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. „Ríkið ákveður svo áfengisgjöld og skatta á áfengi og svo er um fasta álagningu ÁTVR að ræða sem er föst prósentutala." Hún segir nýtt verð alltaf taka gildi fyrsta hvers mánaðar og fari það að mestu eftir ákvörðun birgja. „Við höfum í raun engin áhrif á verðið," bætir Sigrún við. Hún segir ÁTVR almennt ekki greina kauphegðun út frá ákveðnum tegundum en í heildina sé aukning á sölu miðað við árið 2007 sex prósent frá janúar og út október 2008. Til marks um það hve gríðarleg sprenging varð í áfengissölu föstudaginn 31. október, áður en verðið hækkaði, má nefna að söluaukningin var 3,9 prósent frá janúar út september en er nú komin í áðurnefnd sex prósent og segir Sigrún októbermánuð í heild sinni ekki hafa haft úrslitaáhrifin í þeirri aukningu heldur hafi hún mest komið til þennan eina dag, 31. október.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira