Innlent

Austurrískur gleraugnasali setur Brown út í glugga

Gluggamerking í gleraugnaversluninni Sjón við Laugaveg.
Gluggamerking í gleraugnaversluninni Sjón við Laugaveg. MYND/APR

,Ég er algjörlega á móti því hvernig Brown hefur hagað sér gagnvart Íslendingum og mér fannst orðið tímabært að eitthvað sýnilegt væri gert," segir Markus Klinger gleraugnasali sem rekur verslunina Sjón á Laugavegi og í Glæsibæ.

Markus setti upp nýja gluggamerkingu í morgun í verslun sinni við Laugaveg með mynd af Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. ,,Takk Gordon fyrir að hafa eyðilagt íslenskt efnahagslíf," stendur nú í glugganum.

Markus segir að verið sé að níðast á Íslendingum og hann vill að útlendingar átti sig á því hvað hefur gengið á hér á landi undanfarnar vikur. ,,Ég er frá Austurríki og þar veit til dæmis engin að Gordon Brown setti hryðjverkalög á Íslendinga."

Íslendingar kunna ekki að mótmæla, að mati Markusar. ,,Það væri allt brjálað í Austurríki ef vinaþjóð hefði sýnd landinu svona yfirgang."

Aðspurður segist Markus hafa fengið sterk viðbrögð við nýju gluggamerkingunni. ,,Fólk kemur inn og er svaka ánægt með þetta. Ég hef ekki fengið nein neikvæð viðbrögð eins og er."

Markus gerir ráð fyrir að hafa merkinguna í glugganum hjá sér óbreytta að minnsta kosti í tvær vikur. ,,Allavega þangað til ég geri eitthvað annað."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×