Björk: Kreppan engin afsökun 6. nóvember 2008 15:55 Björk Guðmundsdóttir. Björk Guðmundsdóttir sagði á blaðamannafundi í Brussel í dag að efnahagskreppan mætti ekki verða Íslendingum skálkaskjól til að auka losun gróðurhúsalofttegunda. ,,Ísland fer fram úr því hámarki sem ákveðið var í Kyoto bókuninni ef álverin á Bakka og í Helguvík verða byggð. Ég tel að Ísland verði að endurskoða afstöðu sína í loftslagsmálum ef við ætlum að eiga vinsamleg samskipti við aðrar þjóðir," sagði Björk í Brussel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu, UNRIC. Björk tók þátt í blaðamannafundi Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og Road to Copenhagen framtaksins ásamt Margot Wallström, varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Gro Harlem Brundtland, sérstökum sendimanni Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum og Mary Robinsson, fyrrverandi forseta Írlands. Björk sagðist óska þess að Ísland yrði sjálfbærara og sköpunarglaðara. ,,Við ættum að frekar að laga okkur að tuttugustu og fyrstu öldinni en þeirri nítjándu. Ísland gæti byggt færri, smærri og grænni virkjanir. Við ættum að nota kreppuna til að verða algjörlega sjálfbær. Við ættum að kenna heiminum að beisla jarðhitaorku. Uppbyggingin tekur kannski lengri tíma og aðurinn skilar sér síðar en þetta er traust og áreiðanlegt og stendur af sér rússibanareið Wall Street og álmarkaðarins." Á blaðamannafundinum var mikið spurt um afstöðu þátttakenda til forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, benti á að þótt Bush stjórnin yrði enn við völd í desember myndi Obama senda sérstakt teymi á fundinn. ,,Obama sagði brýnustu málin sem blöstu við honum í byrjun forsetatíðar vera loftslagsmálin auk tveggja styrjalda og fjármálakreppunnar. Ég tel þetta skýr skilaboð til samningaviðræðna Sameinuðu þjóðanna um að loftslagsmálin fái forgang," sagði Gro Harlem og vitnaði til ræðu sem Obama hélt þegar hann náði kjöri. Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir sagði á blaðamannafundi í Brussel í dag að efnahagskreppan mætti ekki verða Íslendingum skálkaskjól til að auka losun gróðurhúsalofttegunda. ,,Ísland fer fram úr því hámarki sem ákveðið var í Kyoto bókuninni ef álverin á Bakka og í Helguvík verða byggð. Ég tel að Ísland verði að endurskoða afstöðu sína í loftslagsmálum ef við ætlum að eiga vinsamleg samskipti við aðrar þjóðir," sagði Björk í Brussel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu, UNRIC. Björk tók þátt í blaðamannafundi Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og Road to Copenhagen framtaksins ásamt Margot Wallström, varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Gro Harlem Brundtland, sérstökum sendimanni Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum og Mary Robinsson, fyrrverandi forseta Írlands. Björk sagðist óska þess að Ísland yrði sjálfbærara og sköpunarglaðara. ,,Við ættum að frekar að laga okkur að tuttugustu og fyrstu öldinni en þeirri nítjándu. Ísland gæti byggt færri, smærri og grænni virkjanir. Við ættum að nota kreppuna til að verða algjörlega sjálfbær. Við ættum að kenna heiminum að beisla jarðhitaorku. Uppbyggingin tekur kannski lengri tíma og aðurinn skilar sér síðar en þetta er traust og áreiðanlegt og stendur af sér rússibanareið Wall Street og álmarkaðarins." Á blaðamannafundinum var mikið spurt um afstöðu þátttakenda til forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, benti á að þótt Bush stjórnin yrði enn við völd í desember myndi Obama senda sérstakt teymi á fundinn. ,,Obama sagði brýnustu málin sem blöstu við honum í byrjun forsetatíðar vera loftslagsmálin auk tveggja styrjalda og fjármálakreppunnar. Ég tel þetta skýr skilaboð til samningaviðræðna Sameinuðu þjóðanna um að loftslagsmálin fái forgang," sagði Gro Harlem og vitnaði til ræðu sem Obama hélt þegar hann náði kjöri.
Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira