Innlent

Sýknaður af ákæru um nauðgun

Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm yfir karlmanni vegna ákæru um kynferðisbrot gegn konu.

Manninum var gefið að sök að hafa haft meðal annars samræði við konuna og við það notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga.

Héraðsdómur klofnaði í málinu en meirihluti hans taldi að af framburði vitna, niðurstöðu alkóhólrannsóknar í málinu og framburði konunnar yrði að telja að ölvunarástand konunnar og svefndrungi gæti ekki skýrt það hvers vegna hún spornaði ekki við athöfnum mannsins og kallaði á hjálp.

Þá var ekki talið að svefndrungi og ölvun hefðu orðið til þess að konan skildi ekki þýðingu athafna ákærða. Því hefði maðurinn mátt ætla að konan hefði verið meðvituð um atlot hans og ekki verið þeim mótfallin. Undir þetta tók Hæstiréttur í dómi sínum og sýknaði manninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×