Lífið

Britney opnar sig - myndband

Britney Spears.
Britney Spears.

MTV tónlistarstöðin hefur undanfarið fylgst náið með söngkonunni Britney Spears, sem er 26 ára gömul, og hvernig henni gengur að feta nýja braut á persónulega sviðinu og ekki síður því faglega.

„Svo mikið hefur gengið á undanfarin 2 - 3 ár og fólk veit fátt um mig sem ég vil að það viti. Ég lít til baka og hugsa: Ég er gáfuð manneskja. Hvað var ég eiginlega að hugsa," segir Britney.

Myndin um Britney, sem er 90 mínútna löng nefnist For the Record, verður frumsýnd 30. nóvember næstkomandi eða tveimur dögum áður en nýja platan hennar, Circus, kemur út, 2. desember, á afmælisdegi hennar.

Sjá kynningarmyndbandið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.