Innlent

Öryggi vegfarenda um fáfarna þjóðvegi batnar

Öryggi vegfarenda um fáfarna þjóðvegi á sunnanverðu Vestfjörðum batnaði til muna í dag þegar lokið var við að tengja GSM senda Vodafone á Klettshálsi, Kleifaheiði og Hjallahálsi. Þetta kemur fram á fréttavef Patreksfirðinga. Einnig var kveikt á Tetra sendum á Klettshálsi og Kleifaheiði sem mun styrkja samband á dauðum svæðum á þessum vegarköflum.

Í næstu viku verður GSM sendir í Mikladal, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar, tengdur sem tryggir einnig samband á fjallveginum um Hálfdán og víðar. Sendarnir eru settir upp af Vodafone fyrir Fjarskiptasjóð og eru því öllum símfyrirtækjum opnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×