Innlent

Fjölskyldur í Ástralíu fylgdust með messu í beinni á Visir.is

Séra Vigfús Þór Árnason prestur í Grafarvogskirkju segir að bein útsending frá messu í kirkjunni í gær, aðfangadag, á Stöð 2, Bylgjunni og Visir.is hafi vakið mikla lukku um allan heim.

Séra Vigfús segir að hann hafi fengið fjölda smáskeyta og tölvupósta frá mörgum löndum heimsins þar sem Íslendingar þar hafi lýst ánægju sinni með útsendinguna. Fjölskyldur í Ástralíu hafi getað fylgst beint með messunni á Vísir.is.

"Það sem skín út úr þessum pósti öllum er þakklæti með þetta framtak og í einum póstinum frá nokkrum læknafjölskyldum í Evrópu sem horfðu saman á útsendinguna kemur fram að viðstaddir hafi tárast í útsendingunni," segir séra Vigfús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×