Bert van Marwijk, þjálfari Feyenoord, verður næsti landsliðsþjálfari Hollands. Tekur hann við starfinu af Marco van Basten sem ætlar að hætta eftir Evrópumótið í sumar.
Marwijk hefur samþykkt tveggja ára samning sem gildir fram yfir HM í Suður-Afríku 2010. Auk þess að hafa þjálfað Feyenoord var hann áður þjálfari Borussia Dortmund í Þýskalandi.
Van Basten ætlar að hætta með landsliðið til taka við þjálfun Ajax.