Fótbolti

Nihat úr leik

Eiríkur Stefán Ásgiersson skrifar
Nihat gengur af velli í leiknum gegn Króatíu.
Nihat gengur af velli í leiknum gegn Króatíu.
Tyrkir hafa orðið fyrir miklu áfalli þar sem sóknarmaðurinn Nihat Kahveci verður ekki meira með á EM 2008 vegna meiðsla.

Hann meiddist á lærvöðva í leiknum gegn Króatíu í fjórðungsúrslitum keppninnar og er þegar haldinn heim á leið til Spánar þar sem hann er á mála hjá Villarreal.

Nihat skoraði tvívegis gegn Tékkum undir lok leiksins og breytti stöðunni þar með úr 1-2 í 3-2. Hann var einnig fyrirliði Tyrkja í fjarveru Emre sem er einnig meiddur.

Þýskaland og Tyrkland mætast í undanúrslitum keppninnar á miðvikudaginn kemur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×