Innlent

Mikill meirihluti forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja vill evruna

Mikill meirihluti félagsmanna í Samtökum ferðaþjónustunnar, eða 83%, vilja taka upp evru og 77% félagsmanna vilja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta eru niðurstöður könnunar sem að fyrirtækið HRM, rannsóknir og ráðgjöf, gerðu fyrir Samtök ferðaþjónustunnar.

Í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar segir að samtökin hafi í mörg ár sent frá sér ályktanir um að fyrirtæki í ferðaþjónustu geti ekki búið við miklar gengissveiflur sem hafa haft mikil og neikvæð áhrif á afkomu greinarinnar. Fyrirtækin verðleggi þjónustu sína langt fram í tímann og viti lítið hvað fáist á endanum greitt fyrir selda þjónustu.

Fjöldi svarenda í könnuninni var 152 og svarhlutfall 55%.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×