Lífið

Sharon Osbourne hætt í X Factor

Sharon Osbourne
Sharon Osbourne

Sharon Osbourne einn af dómurum í hæfileikaþáttunum The X Factor hefur ákveðið að draga sig í hlé. Hún gaf út svohljóðandi yfirlýsingu:

Sharon Osbourne tilkynnir hér með að hún hefur ákveðið að hætta eftir fjórar seríur í vinsæla hæfileikaþættinum The X Factor. Sharon vill þakka yndslegum Bretum fyrir stuðninginn og frábæran tíma sem hefur verið virkilega spennandi.

Sharon þakkaði meðal annars í fréttatilkynningunni Simon Cowell fyrir ánægjulegt samstarf og tók sérstaklega fram að hún kýs ekki að tjá sig meira um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.