Innlent

Utanríkisráðuneytið auglýsir tímabundnar stöður

Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi.
Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi.

Í utanríkisráðuneytinu eru níu starfsmenn með tímabundna ráðningu. Allir þessir starfsmenn voru ráðnir á grundvelli auglýsingar. Þetta kemur fram í orðsendingu frá Urði Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu, vegna skrifa Valgerðar Sverrisdóttur alþingismanns á heimasíðu hennar, sem Vísir vitnaði til í dag.

Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins segir á vefsíðu sinni að margir tugir starfsmanna hafi verið ráðnir til ráðuneytanna án þess að stöður þeirra hafi verið auglýstar eins og lög gera ráð fyrir. Valgerður segir að henni hafi nýlega borist svar forsætisráðherra við fyrirspurn sinni um fjölda aðstoðarmanna og tímabundnar ráðningar. Einhverra hluta vegna hafi utanríkisráðuneytið sagt pass. Urður segir að fyrirspurn Valgerðar á Alþingi hafi ekki borist utanríkisráðuneytinu, en úr því hafi verið bætt og svar forsætisráðuneytisins hafi verið leiðrétt.

Urður segir jafnframt að utanríkisráðuneytið sé stór vinnustaður þar sem 256 starfsmenn starfi í 19 löndum. Eðli starfseminnar kalli á að starfsmenn flytjist milli starfa reglubundið og alltaf séu einhverjir starfsmenn í tímabundnu launalausu leyfi vegna endurmenntunar eða starfa annars staðar sem tengist starfsemi þjónustunnar. Eðli máls samkvæmt séu oftast einhverjir starfsmenn í foreldraorlofi á hverjum tíma. Nú séu ellefu starfsmenn í tímabundnu leyfi og þrír í fæðingarorlofi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×