Innlent

800.000 króna sekt vegna áfengisauglýsingar

Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason.
Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason.

Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason fyrrum ritstjórar DV voru dæmdir til þess að greiða 400.000 króna sekt hvor um sig vegna áfengisauglýsingar sem birtist í DV í desember árið 2005. Dómurinn féll í Hæstarétti en Héraðsdómur hafði áður fellt dóm um 200.000 króna sekt. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilað sératkvæði.

Þeir Jónas og Mikael héldu því fram fyrir dómi að ekki hefði verið sýnt fram á að háttsemin væri þeim saknæm. Vísuðu þeir einnig til þess að deildaskipting væri á blaðinu og að auglýsingadeildin væri aðskilin frá ritstjórn. Hæstiréttur féllst ekki á þær skýringar og benti á lagagrein um ábyrgð á efni rita, þar sem segir að útgefandi rits eða ritstjóri beri refsi- og fébótaábyrgð á efni rits ef höfudur hefur ekki nafngreint sig.

Í blaðinu var auglýsandinn ekki nafngreindur en verið var að auglýsa drykkinn Amarula, sem telst til áfengis.

Jón Steinar Gunnlaugsson skilaði sératkvæði í málinu þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að sýkna beri ákærðu og leggja sakarskostnað vegna merðferðar málsins í héraði og fyrir Hæstarétti á ríkissjóð.

Hæg er að lesa dóm Hæstaréttar hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×