Enski boltinn

Enskir aldrei skorað minna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard er markahæsti enski leikmaðurinn í Englandi.
Steven Gerrard er markahæsti enski leikmaðurinn í Englandi. Nordic Photos / Getty Images

Hlutfall marka sem enskir knattspyrnumenn skora í ensku úrvalsdeildinni hefur aldrei verið lægra og stefnir í nýtt met í þessum efnum.

Enskir knattspyrnumenn hafa skorað 226 af þeim 729 mörkum sem hafa verið skoruð í deildinni eða um 31 prósent.

Þetta hlutfall hefur farið sí minnkandi síðastliðinn áratug en í fyrra skoruðu Englendingar 35 prósent markanna í Englandi.

Tímabilið 1998-1999 var hlutfallið 46 prósent.

Enginn Englendingur er meðal tíu markahæstu leikmanna í deildinni en markahæsti Englendingurinn er Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, með níu mörk. Markahæstu ensku framherjarnir í Englandi eru þeir Dave Kitson hjá Reading og Wayne Rooney hjá Manchester United með átta mörk hvor.

Þrír Íslendingar hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en þeir Heiðar Helguson, Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson hafa skorað tvö mörk hver.

Markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar:

21 Cristiano Ronaldo, Manchester United

19 Emmanuel Adebayor, Arsenal

18 Fernando Torres, Liverpool

13 Benjani, Portsmouth

12 Robbie Keane, Tottenham

12 Yakubu, Everton

11 Nicolas Anelka, Chelsea (áður Bolton)

11 Roque Santa Cruz, Blackburn

11 Carlos Tevez, Manchester United

11 Dimitar Berbatov, Tottenham




Fleiri fréttir

Sjá meira


×