Lífið

Kiddi Vídjófluga eins og innfæddur á Jamaíka

Breki Logason skrifar
Kiddi Vídjófluga skemmtir sér vel á Jamaíka.
Kiddi Vídjófluga skemmtir sér vel á Jamaíka.

„Þetta er svo frábært að það er varla hægt að lýsa því," sagði Kristinn Kristmundsson betur þekktur sem Kiddi Vídjófluga í viðtali við Ríkisútvarpið í gær. Hann er nú staddur á Jamaíka en það er hans fyrsta utanlandsferð á ævinni. Kiddi hefur dansað diskó og hagað sér sem innfæddur í sólinni.

Kiddi fór út til Jamaíka nú í febrúar fyrir tilstuðlan góðvinar síns Bjartmars Guðlaugssonar tónlistarmanns. Kiddi sló fyrst í gegn í eftirminnilegu innslagi Dagsljóss fyrir fimmtán árum og er vel þekktur á Egilsstöðum þar sem hann rekur m.a. Vídjóleigu.

„Hér er allt grænt og fallegt. Það gengur enginn um nema á sundskýlum, stuttbuxum og sandölum," sagði Kiddi sem er mikill diskóbolti og hefur að sjálfsögðu kannað diskóið á Jamaíka.

„Það er nú ekki mikið diskó hérna og það sem er hérna í byggingunni er nú hálf hallærislegt. Ég fékk hálfgert menningalegt sjokk þegar ég kom þar inn og fannst ég vera að eldast," segir Kiddi sem þó fann annað diskótek eftir tvo daga á eyjunni.

„Þar nota þeir nýjustu tækni og eru með leysigeisla og allt það sem notað er í diskótekum í dag. Ég sýndi þeim auðvitað smá sjóv og naut mín alveg í botn."

Daginn eftir er Kiddi svo í lyftunni og er þá spurður hvort hann sé nokkuð hættur að dansa. „Ég sló alveg í gegn og er bara eins og innfæddur. Dansarnir sem ég er með eru þeir sömu og eru í gangi hérna."

Sjá einnig:

Kiddi Vídjófluga byrjaður að pakka fyrir Jamaíkferðina í febrúar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.