Enski boltinn

West Ham vill fá Steve Sidwell

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sidwell í leik með Chelsea gegn Huddersfield í ensku bikarkeppninni.
Sidwell í leik með Chelsea gegn Huddersfield í ensku bikarkeppninni. Nordic Photos / Getty Images

Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, er sagður vera á höttunum eftir Steve Sidwell, leikmanni Chelsea, í enskum fjölmiðlum í dag.

Curbishley mun vera tilbúinn með fimm milljóna tilboð í Sidwell sem og tilbúinn samning fyrir Sidwell.

West Ham hefur átt í miklum meiðslavandræðum með miðvallarleikmann á þessu tímabili, svo sem Craig Bellamy, Scott Parker og Kieron Dyer.

Steve Sidwell hefur komið við sögu í fimmtán deildarleikjum með Chelsea á leiktíðinni þar sjö sinnum í byrjunarliðinu. Hann hefur þó ekkert spilað í deildinni síðan Chelsea mætti hans gamla félagi, Reading, þann 30. janúar síðastliðinn.

West Ham siglir lygnan sjó í tíunda sæti deildarinnar með 40 stig, átta stigum á undan Tottenham sem er í ellefta sæti og ellefu stigum á undan Middlesbrough sem er í því tólfta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×