Lífið

Pete fær sérmeðferð í fangelsinu

Pete á leið í fangelsið.
Pete á leið í fangelsið. MYND/Getty
Það þarf ekki að væsa um Pete Doherty í fangaklefanum þar sem hann dvelur nú vegna ítrekaðra fíkniefnabrota. Hann þykir hafa hegðað sér sérstaklega vel, og hefur því fengið aukin réttindi, auka dýnur og fleira fínerí.

Pete fékk að auki sinn eigin klefa, eftir að hann var fluttur á öryggisdeild þar sem almennt dvelja einungis barnaníðinar og fangar sem eru taldir hættulegir. Samkvæmt heimildum Sun eru samfangar rokkarans æfir yfir sérmeðferðinni. Þeir vilja meina að farið sé um hann mjúkum höndum út af frægð hans, en aðrir fá ekki viðlíka réttindi fyrr en eftir töluvert lengri tíma.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.