Lífið

97.000 manns horfðu á Spaugstofuna

Í vikulegri könnun Capacent á vinsælustu dagskrárliðunum í sjónvarpinu sem birtist í dag kemur fram að 97.000 manns horfðu á Spaugstofuna á laugardagskvöldið. Gettu Betur er þó með mest uppsafnað áhorf 49,9%. Rúv á 28 af 30 vinsælustu dagskrárliðum landsins.

Þátturinn Fashion Rocks sem sýndur var á laugardaginn er í öðru sæti með 48,4% uppsafnað áhorf. American Idol er fyrsti þátturinn af Stöð 2 sem kemst á lista en hann er í 14 sæti með 30% uppsafnað áhorf.

Fréttir Sjónvarpsins eru í fjórða sæti með 44,5% uppsafnað áhorf en Fréttir Stöðvar 2 verma 29.sæti listans með 21,6%.

Bandið hans Bubba er með 20,9% uppsafnað áhorf í aldursflokknum 12-49 ára en í þeim flokki er það Fashion Rocks sem er á toppnum með 44,3%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.