Fótbolti

Rússneskt kraftaverk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hollendingurinn Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Rússa.
Hollendingurinn Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Rússa. Nordic Photos / AFP
Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Rússa, sagði eftir sigur sinna manna á Hollandi í gær að hann hefði verið kraftaverki líkastur.

Rússland vann 3-1 sigur á Hollendingum í framlengdum leik þar sem þeir höfðu talsverða yfirburði.

„Ég er ekki gjarn á að nota stór orð en þetta var kraftaverki líkast," sagði Hiddink. „Ég er svo stoltur af þessum strákum. Við yfirspiluðum Hollendinga á öllum sviðum og það var mikið afrek hjá okkur."

Marco van Basten, fráfarandi landsliðsþjálfari Hollands, hældi mjög rússneska liðinu eftir leik.

„Rússarnir spiluðu mun betur en við og áttu sigurinn skilið," sagði van Basten. „Ég get lifað með þeirri staðreynd enda ekki hægt að andmæla henni."

„Við náðum að sýna hvað í okkur býr í riðlakeppninni en okkur mistókst það í þessum leik," bætti hann við.

Van Basten sagði enn fremur að þeir hefðu ekkert ráðið við sóknarmennina Andrei Arshavin og Roman Pavlyuchenko og að það hefði ráðið úrslitum í leiknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×