Íslenski boltinn

Fram dró verulega úr titilvonum FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingvar Ólason unnu 4-1 sigur á FH í kvöld.
Ingvar Ólason unnu 4-1 sigur á FH í kvöld. Mynd/Anton
Fram vann í kvöld 4-1 sigur á FH í Landsbankadeild karla á Laugardalsvelli í kvöld. Úrslitin þýða að forysta Keflavíkur á toppnum er enn átta stig.

FH á þó enn leik til góða en það er nú ljóst að þetta er ekki lengur í höndum FH-inga. FH tekur á móti Keflavík í næstsíðustu umferð en síðarnefnda liðið hefur nú efni á að tapa þeim leik, miðað við stöðuna í dag.

Leikurinn í kvöld fór fram í miklum veðurofsa, roki og rigningu. FH-ingar byrjuðu betur en Framarar unnu sig inn í leikinn og uppskáru mark í lok hálfleiksins. Þar var reyndar um sjálfsmark FH að ræða.

En Framarar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu þrjú mörk á tíu mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks. Fyrst Paul McShane, þá Sam Tillen úr víti og svo Ívar Björnsson.

Dennis Siim minnkaði muninn á 68. mínútu en nær komust FH-ingar ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og mörg dauðafæri. Framarar fengu reyndar einnig nokkur góð færi undir lok leiksins.

Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa nánar um gang hans með því að smella á viðkomandi leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×