Lífið

Hver drap rafmagnsbílinn?

Samband íslendinga við bílinn sinn, allt frá rafmagnsbílum til fjallajeppa,

er þessa dagana undir smásjá leikstjóra heimildamyndarinnar Hver drap

rafmagnsbílinn? - Who Killed the Electric Car? en hann vinnur nú að næstu

mynd sinni, sem nefnist Hefnd rafmagnsbílsins, hér á landi.

Leikararnir Mel Gibson og Tom Hanks, auk James Woolsey, fyrrverandi

forstjóri CIA, eru á meðal viðmælanda í síðustu mynd Paine; Hver drap

rafmagnsbílinn?

Í þeirri mynd leiðir sögumaðurinn Martin Sheen áhorfandann í gegnum

einskonar glæpasögu og lögreglurannsókn þar sem ljósi er varpað á

framleiðslu og sölu á rafmagnsbílum í Kaliforníu stuttu fyrir árið 2000 sem

endaði því að bílaframleiðandinn General Motors tók alla rafmagnsbíla sína

af götunum, og lét eyðileggja þá í stálpressum. Myndin er hröð og skemmtileg

og tekur meðal annars fyrir samsæriskenningar um náin tengsl ríkisstjórnar

George W. Bush við olíu- og bílaframleiðendur og ætluð áhrif þeirra á afdrif

rafbílaframleiðslu í Bandaríkjunum á síðasta áratug.

Chris Paine, býður Íslendingum á sýningu myndarinnar Who Killed The Electric

Car í Sal 2 í Háskólabíói sunnudaginn 21 sept kl. 15:00 og verður hann þá

nýkominn úr Kerlingarfjöllum. Paine verður viðstaddur sýninguna og hefur

áhuga á að ræða við áhorfendur eftir að henni lýkur. Ókeypis aðgangur er að kvikmyndasýningunni á meðan húsrúm leyfir.

Nánari upplýsingar um myndina: www.whokilledtheelectriccar.com








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.