Innlent

Sekt Flugþjónustunnar lækkuð um 20 milljónir

MYND/Hari

Hæstiréttur hefur lækkað stjórnvaldssekt samkeppnisyfirvalda á hendur Flugþjónustunni á Keflavíkurflugvelli um 20 milljónir króna vegna

Sekt Samkeppniseftirlitsins var upphafleg 80 milljónir króna en áfrýjunarnefnd samkeppnismála lækkaði sektina í 60 milljónir króna. Rúm tvö ár eru síðan samkeppnisyfirvöld lögðu sektina á en Flugþjónustan sætti sig ekki hana og leitaði til dómstóla.

Héraðsdómur vísaði sýknaði samkeppnisyfirvöld af þeirri kröfu Flugþjónustunnar að stjórnvaldssektin yrði felld niður og Hæstiréttur líka. Hins vegar lækkaði Hæstiréttur sektina niður í 40 milljónir króna meðal annars með vísan til þess að Flugþjónustan hefði strax hafið endurskoðun á þjónustusamningum sínum um afgreiðslu farþegavéla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×