Hvað ef Ísland tekur einhliða upp evru? Michael Emerson skrifar 4. desember 2008 04:30 Ísland leitar nú logandi ljósi leiða til að koma skikki á fjármála- og efnahagsástandið. Landið hefur gert samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um tveggja milljarða dollara lán (og fær fyrir vikið há lán frá öðrum til viðbótar). Ríkisstjórnin hefur útvegað háar fjárhæðir til bjargar bönkunum heima fyrir og hefur sest að samningaborðum um hvernig verði staðið við erlendar skuldbindingar. En hún á eftir að festa fjármálakerfið í sessi þannig að það tryggi fjárhagslegan stöðugleika til framtíðar, án þess að leggja miklar byrðar á landið með auknum skuldum þjóðarbúsins. Ein möguleg leið fyrir Ísland er að taka upp evru, það er að skipta krónunni út fyrir evru og miða kostnað, verðlag, bókhald fyrirtækja og fjármál ríkisins við hana. Þrátt fyrir þær háu erlendu skuldir sem vofa yfir Íslandi væri þetta ekki svo erfitt í framkvæmd. Jafnvirði peningamagnsins sem er í umferð á Íslandi er aðeins um hundrað milljónir evra en gjaldeyrisforði Seðlabankans er miklu meiri, nálægt tveim þúsund milljónum evra. Daginn sem evruvæðingin ætti sér stað myndi Seðlabankinn útdeila evrum til bankanna og þeim skipt inn fyrir íslenskar krónur, sem yrði síðan eytt. Bankareikningar yrðu einfaldlega umreiknaðir úr krónum í evrur á fyrirfram ákveðnu gengi. Evrópusambandið hefur aftur á móti lýst yfir að því hugnist ekki þessi leið því hún brjóti í bága við grunnreglu um formlega útvíkkun evrusvæðisins; fyrst gangi ríki í Evrópusambandið og eftir tiltekinn tíma fái þau aðild að myntbandalaginu, að uppfylltum ströngum skilyrðum Maastricht-samkomulagsins, sem lúta að verðbólgu, ríkisskuldum og gengisstöðugleika með aðild að gengissamstarfi Evrópu. Hvernig getur Ísland metið kosti þess að ná efnahagslegum stöðugleika á kostnað þess að komast í ónáð hjá ESB? Hvaða lagalegu úrræða gæti Evrópusambandið gripið til og hverjar gætu hinar pólitískar afleiðingar orðið? Hér verður farið yfir nokkur atriði sem gætu hjálpað Íslendingum að vega og meta stöðuna. Undantekningar við sérstakar aðstæðurÍ fyrsta lagi er ekkert í lögum Evrópusambandsins eða alþjóðalögum sem bannar neinum að afla sér evra og nota í sparnað, viðskipti, bókhald og millifærslur. Evran er fyllilega innleysanlegur gjaldmiðill og engar svæðisbundnar takmarkanir við notkun hennar. Í öðru lagi eru fordæmi fyrir upptöku evru hjá smáríkjum utan ESB sem eru í nánum tengslum við sambandið. Mónakó, San Marínó, Vatíkanið og Andorra hafa öll tekið upp evru sem gjaldmiðil með samkomulagi við ESB; fyrstu þrjú ríkin hafa auk þess fengið leyfi ESB til myntsláttu í takmörkuðu upplagi. Segja má að þetta séu þrjú örríki meðan Ísland sé smáríki, með álíka marga íbúa og Malta. ESB lét sér það hins vegar lynda, með semingi þó, þegar Svartfjallaland tók einhliða upp evru áramótin 1999/2000, en íbúar Svartfjallalands eru um 650 þúsund, rúmlega helmingi fleiri en á Íslandi. Að auki ákváðu ESB og Sameinuðu þjóðirnar að færa Kosovo (þar sem nærri tvær milljónir búa) inn á evrusvæðið árið 2002, eftir stríðið við Serbíu. Tvö síðastnefndu dæmin sýna að sérstakar aðstæður hafa réttlætt undantekningar frá hinni almennu reglu. Fjármálakreppuna, sem ríður nú yfir heiminn og hefur komið sérstaklega illa niður á Íslendingum, má sannarlega kalla sérstakar aðstæður; hún á rætur að rekja til hinna fjárhagslegu höfuðborga heims, sem hafa valdið Íslandi miklum búsifjum. Lagaleg úrræði ESBÍ þriðja lagi er það spurningin um hvort ESB gerði allt sem það gæti til að koma í veg fyrir að Ísland tæki einhliða upp evru og beitti efnahagslegum refsiaðgerðum. Ísland hefur verið aðili að samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) síðan 1994 og þar með innleitt og framfylgt mörgum lagabálkum ESB, auk þess sem það leggur talsverðar fjárhæðir (fyrir Ísland) til grunnstofnana ESB. Ísland hefur aðgang að innri markaði ESB með sömu skilmálum og aðildarríki sambandsins. Gæti ESB reynt að rifta EES-samningum við Ísland eða reynt að takmarka hann? Líkurnar á því eru svo litlar að þetta eru fyrst og fremst fræðilegar vangaveltur. Gengju menn svo langt að jafnvel íhuga þennan möguleika vakna ýmis álitamál sem lúta að löggjöf ESB og EES og valdssviði ESB og EFTA-dómstólsins. Það er nokkuð skýrt að ekkert er kveðið á um peningastefnu í EES-samningnum og því engin lagaleg stoð fyrir efnahagslegum refsiaðgerðum í garð Íslands. Slíkri kröfu yrði því hiklaust vísað frá af dómstólum ESB og EFTA. Það er líka illmögulegt að rifta EES-samningnum við Ísland, því það krefðist einróma samkomulags aðildarríkjanna 27, sem er ólíklegt að myndi nást. Pólitískar afleiðingarÍ fjórða lagi er það spurningin hvort einhliða upptaka evru skaðaði möguleika Íslands á inngöngu í ESB ef það myndi sækja um aðild? Það snýst ekki um lögfræðileg álitamál heldur pólitíska ákvörðun af hálfu ESB, bæði hvað aðildarviðræðurnar og niðurstöðu þeirra áhrærir. Hverjir eru kostir og gallar þess að bæta evrunni við EES-samninginn, samanborið við að stíga skrefið til fulls með inngöngu í ESB? Frá hagfræðilegum sjónarhóli má segja að EES + evra jafngildi nánast fullri aðild. Hversu hyggileg þessi leið er í pólitískum skilningi skal ósagt látið. Það verða Íslendingar sjálfir að meta. Þegar umsókn um inngöngu hefur verið lögð inn byrjar ráðherraráð ESB ávallt á því að óska eftir umsögn framkvæmdastjórnar þess. Í ljósi þess að einhliða upptaka evru er illa séð innan ESB myndu Íslendingar gera sér bjarnargreiða með því að taka upp evru skömmu áður en þeir sæktu um inngöngu. ESB gæti einfaldlega gefið út yfirlýsingu um að það kysi ekki að hefja aðildarviðræður við þessar kringumstæður. Hins vegar gæti liðið langur tími frá upptöku evru fram að mögulegri aðildarumsókn. Þörfin á fjárhagslegum stöðugleika er mikil á Íslandi, og ákvæðu íslensk stjórnvöld að taka upp evru gerðu þau það líklega á fyrri hluta árs 2009. ESB liggur hins vegar ekkert á að ráðast í frekari stækkun, að minnsta kosti ekki þar til barið hefur verið í bresti Lissabonsáttmálans og hann samþykktur og að fenginni meiri reynslu á skilvirkni sambandsins eftir nýlega risastækkun. Fyrir Íslendinga er spurningin um gjaldmiðilinn brýn og aðkallandi, spurningin um inngöngu í ESB er það ekki. Hafa má fordæmi Svartfjallalands til hliðsjónar. Evrópusambandið var lítt hrifið af einhliða upptöku evru þar í landi. Nú er búist við að Svartfjallaland sæki um fulla aðild að ESB í árslok 2009 og virðist evruupptakan ekki vera neitt ágreiningsefni. Með tíð og tíma gæti þetta fjórða og síðasta álitamál líka leyst af sjálfu sér fyrir Ísland. Höfundur er fyrrverandi yfirmaður efnahags- og fjármálasviðs framkvæmdastjórnar ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Sjá meira
Ísland leitar nú logandi ljósi leiða til að koma skikki á fjármála- og efnahagsástandið. Landið hefur gert samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um tveggja milljarða dollara lán (og fær fyrir vikið há lán frá öðrum til viðbótar). Ríkisstjórnin hefur útvegað háar fjárhæðir til bjargar bönkunum heima fyrir og hefur sest að samningaborðum um hvernig verði staðið við erlendar skuldbindingar. En hún á eftir að festa fjármálakerfið í sessi þannig að það tryggi fjárhagslegan stöðugleika til framtíðar, án þess að leggja miklar byrðar á landið með auknum skuldum þjóðarbúsins. Ein möguleg leið fyrir Ísland er að taka upp evru, það er að skipta krónunni út fyrir evru og miða kostnað, verðlag, bókhald fyrirtækja og fjármál ríkisins við hana. Þrátt fyrir þær háu erlendu skuldir sem vofa yfir Íslandi væri þetta ekki svo erfitt í framkvæmd. Jafnvirði peningamagnsins sem er í umferð á Íslandi er aðeins um hundrað milljónir evra en gjaldeyrisforði Seðlabankans er miklu meiri, nálægt tveim þúsund milljónum evra. Daginn sem evruvæðingin ætti sér stað myndi Seðlabankinn útdeila evrum til bankanna og þeim skipt inn fyrir íslenskar krónur, sem yrði síðan eytt. Bankareikningar yrðu einfaldlega umreiknaðir úr krónum í evrur á fyrirfram ákveðnu gengi. Evrópusambandið hefur aftur á móti lýst yfir að því hugnist ekki þessi leið því hún brjóti í bága við grunnreglu um formlega útvíkkun evrusvæðisins; fyrst gangi ríki í Evrópusambandið og eftir tiltekinn tíma fái þau aðild að myntbandalaginu, að uppfylltum ströngum skilyrðum Maastricht-samkomulagsins, sem lúta að verðbólgu, ríkisskuldum og gengisstöðugleika með aðild að gengissamstarfi Evrópu. Hvernig getur Ísland metið kosti þess að ná efnahagslegum stöðugleika á kostnað þess að komast í ónáð hjá ESB? Hvaða lagalegu úrræða gæti Evrópusambandið gripið til og hverjar gætu hinar pólitískar afleiðingar orðið? Hér verður farið yfir nokkur atriði sem gætu hjálpað Íslendingum að vega og meta stöðuna. Undantekningar við sérstakar aðstæðurÍ fyrsta lagi er ekkert í lögum Evrópusambandsins eða alþjóðalögum sem bannar neinum að afla sér evra og nota í sparnað, viðskipti, bókhald og millifærslur. Evran er fyllilega innleysanlegur gjaldmiðill og engar svæðisbundnar takmarkanir við notkun hennar. Í öðru lagi eru fordæmi fyrir upptöku evru hjá smáríkjum utan ESB sem eru í nánum tengslum við sambandið. Mónakó, San Marínó, Vatíkanið og Andorra hafa öll tekið upp evru sem gjaldmiðil með samkomulagi við ESB; fyrstu þrjú ríkin hafa auk þess fengið leyfi ESB til myntsláttu í takmörkuðu upplagi. Segja má að þetta séu þrjú örríki meðan Ísland sé smáríki, með álíka marga íbúa og Malta. ESB lét sér það hins vegar lynda, með semingi þó, þegar Svartfjallaland tók einhliða upp evru áramótin 1999/2000, en íbúar Svartfjallalands eru um 650 þúsund, rúmlega helmingi fleiri en á Íslandi. Að auki ákváðu ESB og Sameinuðu þjóðirnar að færa Kosovo (þar sem nærri tvær milljónir búa) inn á evrusvæðið árið 2002, eftir stríðið við Serbíu. Tvö síðastnefndu dæmin sýna að sérstakar aðstæður hafa réttlætt undantekningar frá hinni almennu reglu. Fjármálakreppuna, sem ríður nú yfir heiminn og hefur komið sérstaklega illa niður á Íslendingum, má sannarlega kalla sérstakar aðstæður; hún á rætur að rekja til hinna fjárhagslegu höfuðborga heims, sem hafa valdið Íslandi miklum búsifjum. Lagaleg úrræði ESBÍ þriðja lagi er það spurningin um hvort ESB gerði allt sem það gæti til að koma í veg fyrir að Ísland tæki einhliða upp evru og beitti efnahagslegum refsiaðgerðum. Ísland hefur verið aðili að samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) síðan 1994 og þar með innleitt og framfylgt mörgum lagabálkum ESB, auk þess sem það leggur talsverðar fjárhæðir (fyrir Ísland) til grunnstofnana ESB. Ísland hefur aðgang að innri markaði ESB með sömu skilmálum og aðildarríki sambandsins. Gæti ESB reynt að rifta EES-samningum við Ísland eða reynt að takmarka hann? Líkurnar á því eru svo litlar að þetta eru fyrst og fremst fræðilegar vangaveltur. Gengju menn svo langt að jafnvel íhuga þennan möguleika vakna ýmis álitamál sem lúta að löggjöf ESB og EES og valdssviði ESB og EFTA-dómstólsins. Það er nokkuð skýrt að ekkert er kveðið á um peningastefnu í EES-samningnum og því engin lagaleg stoð fyrir efnahagslegum refsiaðgerðum í garð Íslands. Slíkri kröfu yrði því hiklaust vísað frá af dómstólum ESB og EFTA. Það er líka illmögulegt að rifta EES-samningnum við Ísland, því það krefðist einróma samkomulags aðildarríkjanna 27, sem er ólíklegt að myndi nást. Pólitískar afleiðingarÍ fjórða lagi er það spurningin hvort einhliða upptaka evru skaðaði möguleika Íslands á inngöngu í ESB ef það myndi sækja um aðild? Það snýst ekki um lögfræðileg álitamál heldur pólitíska ákvörðun af hálfu ESB, bæði hvað aðildarviðræðurnar og niðurstöðu þeirra áhrærir. Hverjir eru kostir og gallar þess að bæta evrunni við EES-samninginn, samanborið við að stíga skrefið til fulls með inngöngu í ESB? Frá hagfræðilegum sjónarhóli má segja að EES + evra jafngildi nánast fullri aðild. Hversu hyggileg þessi leið er í pólitískum skilningi skal ósagt látið. Það verða Íslendingar sjálfir að meta. Þegar umsókn um inngöngu hefur verið lögð inn byrjar ráðherraráð ESB ávallt á því að óska eftir umsögn framkvæmdastjórnar þess. Í ljósi þess að einhliða upptaka evru er illa séð innan ESB myndu Íslendingar gera sér bjarnargreiða með því að taka upp evru skömmu áður en þeir sæktu um inngöngu. ESB gæti einfaldlega gefið út yfirlýsingu um að það kysi ekki að hefja aðildarviðræður við þessar kringumstæður. Hins vegar gæti liðið langur tími frá upptöku evru fram að mögulegri aðildarumsókn. Þörfin á fjárhagslegum stöðugleika er mikil á Íslandi, og ákvæðu íslensk stjórnvöld að taka upp evru gerðu þau það líklega á fyrri hluta árs 2009. ESB liggur hins vegar ekkert á að ráðast í frekari stækkun, að minnsta kosti ekki þar til barið hefur verið í bresti Lissabonsáttmálans og hann samþykktur og að fenginni meiri reynslu á skilvirkni sambandsins eftir nýlega risastækkun. Fyrir Íslendinga er spurningin um gjaldmiðilinn brýn og aðkallandi, spurningin um inngöngu í ESB er það ekki. Hafa má fordæmi Svartfjallalands til hliðsjónar. Evrópusambandið var lítt hrifið af einhliða upptöku evru þar í landi. Nú er búist við að Svartfjallaland sæki um fulla aðild að ESB í árslok 2009 og virðist evruupptakan ekki vera neitt ágreiningsefni. Með tíð og tíma gæti þetta fjórða og síðasta álitamál líka leyst af sjálfu sér fyrir Ísland. Höfundur er fyrrverandi yfirmaður efnahags- og fjármálasviðs framkvæmdastjórnar ESB.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun