Lífið

Seðlabankastjóra sagt upp

sev skrifar
Þrátt fyrir slúðursögur undanfarinna daga um lífverði Geirs H. Haarde eru ráðamenn landsins greinlega ekki í neinu glerbúri. Að minnsta kosti átti listamaðurinn Snorri Ásmundsson ekki í miklum vandræðum með að komast að Geir á blaðamannafundi hans fyrir stundu, og afhenda honum bréf.



Snorri færir Geir bréfið.
„Ég var að afhenda Geir H uppsagnarbréf," segir Snorri. Uppsagnarbréfið er ætlað Davíð Oddsyni seðlabankastjóra, en Snorri er ekki par ánægður með frammistöðu hans í starfi. Hann vonar að forsætisráðherra færi Davíð bréfið.

„Einhver varð að gera þetta. Það var kominn tími á þetta fyrir löngu," segir Snorri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.