Innlent

Þyrla sækir slasaðan mótorkrossmann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrir tæpri klukkustund til Blönduóss þar sem maður slasaðist á mótorhjóli. Lögreglan á Blönduósi segir að svo virðist sem maðurinn hafi dottið og orðið undir mótorhjólinu. Samkvæmt upplýsingum landhelgisgæslunnar er um höfuðáverka að ræða.

Slysið varð skammt frá afleggjaranum til Skagastrandar þar sem mótorhjólamenn keyra stundum hjól sín í malarbingum sem þar eru.

Nánari upplýsingar fást ekki á þessari stundu en það tekur þyrluna um 45 mínútur að komast hvora leið, svo ekki er von á að þyrlan lendi við Landspítalann í Fossvogi fyrr en um sex leitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×