Sport

Heimasigur í liðakeppni í fimleikum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kína hlaut 286.125 stig.
Kína hlaut 286.125 stig.

Það var þétt setið á áhorfendapöllunum þegar Kína tryggði sér gullverðlaun í liðakeppni í fimleikum á Ólympíuleikunum. Huang Yubin, þjálfari Kína, sagði að frammistaða kínverska hópsins hefði verið fullkomin.

Japanska liðið hafði titil að verja en þurfti að sætta sig við silfurverðlaun í dag. Í þriðja sæti hafnaði bandaríska liðið.

„Það var mikil pressa á okkur að ná að sýna okkar besta enda á heimavelli. Ég hefði ekki getað beðið um betri frammistöðu," sagði Yubin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×