Þegar kynbomban Pamela Anderson lenti á Englandi, nánar tiltekið á Heathrow flugvellinum eftir hádegi í dag, tóku þó nokkrir æstir karlkyns aðdáendur vel á móti henni og það með látum.
Ef myndirnar eru skoðaðar, fer ekki á milli mála að maðurinn sem heldur á stóru bleiku hjarta sem á stendur PAM, er gallharður aðdáandi Pamelu Anderson sem tók uppákomunni með jafnaðargeði.