Lífið

Matareitrun gæti verið vandamál, segir Sigurður í Hjálmum

Sigurður Guðmundsson.
Sigurður Guðmundsson.

„Stemningn er nokkuð góð fyrir utan smá matareitrunarörðunarleika hjá Helga trommuleikara og Valda bassaleikara. Þeir voru að koma frá Marokkó og eru veikir," svarar Sigurður Guðmundsson þegar Vísir spyr út í væntanlega útgáfutónleika hans og Memfismafíunnar í Iðnó á sunnudaginn í tilefni af útgáfu nýju plötunnar Oft spurði ég mömmu.

Að sögn Sigurðar eru strákarnir allir að hressast og lög eins og Vaki, vaki vinur minn, Lady Fish and Chips og Ég er kominn heim verða meðal annars flutt af nýju plötunni. Tónleikagestum verður boðið upp á gómsætt gamaldags hlaðborði.

„Ég vona að þeir verði hressir á sunnudaginn en ég er mjög góður," segir Sigurður að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.