Innlent

Tíu milljarða bakreikningur vegna skila á lóðum

MYND/Vilhelm

Kostnaður sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, vegna skila á byggingarlóðum sem sveitarfélögin höfðu áður úthlutað, nemur um 10 milljörðum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Sveitarfélögin settu ákvæði í samninga sína við lóðarhafa um að mögulegt væri að skila lóðum inn fyrir fullt verð auk verðbóta. Margir hafa nýtt sér þetta ákvæði undanfarið og skilað þeim lóðum sem þeir hafa fengið úthlutað.

Kópavogsbær hefur til að mynda þurft að endurgreiða um fjóra til fimm milljarða króna vegna þessa. Það nemur um 175 þúsund krónum á íbúa segir í Morgunblaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×