Lífið

Hilary stelur hlutverki af Juliu

Sjarmatröllið Hilary Swank.
Sjarmatröllið Hilary Swank.
Leikkonan Hilary Swank mun fara með aðalhlutverkið í lögfræði þriller sem byggður verður á sannri sögu. Julia Roberts var orðuð við hlutverkið og margir töldu næsta víst að hún fengi hlutverkið.

Myndin fjallar um einstæða móður, Betty Ann Waters, sem ákveður að verða lögfræðingur til hreinsa nafn bróður síns og reynir að fá frelsaðan úr fangelsi þar sem hann situr að ósekju fyrir morð.

Margir eru farnir að nefna Óskarsverðlaunatilnefningar í tengslum við myndina. Sjálf hefur Hilary Swank tvívegis hlotið Óskarsverðlaun fyrir myndirnar Boys Don't Cry og Million Dollar Baby.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.