Innlent

Stíga fram áður en þeir fremja brot gegn börnum

Karlmenn með kynferðislanganir til barna eru smám saman að koma fram í dagsljósið og leita aðstoðar sálfræðinga til að vinna bug á kenndum sínum eða að koma á veg fyrir að þeir fremji kynferðisafbrot. Mjög mikilvægt er að veita þessa aðstoð, segir Anna K. Newton sálfræðingur Fangelsismálastofnunar.

Eins og við höfum fjallað um, er nú er unnið að endurskoðun lagaákvæða, sem hugsanlega verður til þess í náinni framtíð að komið verði upp einhvers konar eftirlitskerfi með barnaníðingum - sem myndi annars vegar tryggja öryggi barna, og hins vegar gera brotamönnunum kleift að endurhæfast.

Kynferðisbrot gegn börnum eru afar alvarlegir glæpir, en þeir sem til þess hafa kjark eru nú að koma úr felum og leita sálfræðiaðstoðar, áðu en þeir láta til skarar skríða.

Hópur kynferðisbrotamanna er afar mislitur, en erfitt er að eiga við verstu tilfellin.

Dæmdur kynferðisbrotamaður sagði í samtali við fréttastofu nauðsynlegt að hjálpa þessum brotamönnum ,,því siðblindan sé svo rosaleg". Hann segist varla þora út í búð af ótta við að verða fyrir aðkasti, allt sé túlkað á versta veg sem hann geri og hann vilji frá frið til að bæta sig.

Þeir sem hundeltir séu í samfélaginu, leiti frekar í fyrra líferni. Anna Kristín segir skiljanlegt að fólk hafi sterkar skoðanir á þessum mönnum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×