Innlent

Slökkvistarfinu lokið í Hafnarfirði

Slökkvistarfinu við Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði er lokið en þar kviknaði í tveimur bátum fyrr í kvöld. Báðir stóðu þeir á þurru landi við bátasmiðjuna.

Rannsókn á upptökum eldsins er ekki lokið en hugsanlegt er að fyrst hafi kviknað í öðrum bátnum og eldurinn svo borist yfir í hinn. Þó er á þessu stigi ekki hægt að útiloka að um íkveikju hafi verið að ræða.

Annar bátanna er mjög mikið skemmdur og jafnvel ónýtur en hinn báturinn slapp aðeins betur úr eldsvoðanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×