Innlent

ASÍ vill aðildarviðræður við ESB

Frá ársfundi ASÍ á Hilton-hótelinu.
Frá ársfundi ASÍ á Hilton-hótelinu.

Alþýðusamband Íslands samþykkti nú fyrir stundu tillögu sem forysta sambandsins lagði fyrir ársfund sambandsins um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu.

Tillagan var samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta en sex fulltrúar á ársfundinum voru henni móttfallnir. Ríflega 290 fulltrúar hafa atkvæðisgreitt á fundinum.

Það er skoðun ASÍ að sækja eigi um aðild Íslands að ESB og taka upp evru. Þannig verði látið á það reyna í aðildarviðræðum hvaða samningur Íslandi standi til boða og hann lagður fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu.

Einnig telur ASÍ telji að ef stefnt verður að evrópska myntsamstarfinu á næstu tveimur árum leggi það mikilvægan grunn að því, að hægt verði í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, að leggja grunn að trúverðugleika fyrir meiri festu gengisskráningu krónunnar, þangað til full aðild að Evrópusambandinu og upptaka evrunnar næst.

Ársfundur ASÍ hófst í gær og líkur honum síðar dag. Fyrr í dag var Gylfi Arnbjörnsson kjörinn nýr forseti sambandsins þegar hann bar sigurorð á Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur, varaforseta.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×