Innlent

Björgunarsveit kölluð til Hnífsdals

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Bálhvasst var í Hnífsdal í nótt og um klukkan fjögur var björgunarsveitin á Ísafirði kölluð út. Þá höfðu lausamunir fokið á félagsheimilið og brotið þar tvær rúður og feykt upp hurðum.

Björgunarsveitarmenn negldu fyrir gluggana og hlaust ekki frekara tjón af. Veður er heldur að ganga niður á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×