Innlent

Mánaðarfangelsi fyrir fíkniefnaakstur

MYND/Guðmundur

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins mánaðar fangelsi og svipt hann ökuleyfi ævilanGt fyrir að hafa ekið bifreið í tvígang undir áhrifum fíkniefna.

Í annað skiptið var hann stöðvaður við Markarfljótsbrú og reyndist hann vera með smáræði af marijúana í fórum sínum. Þá var hann stöðvaður við verslun á Hvolsvelli undir áhrifum fíkniefna.

Hann játaði á sig þessi brot fyrir dómi en hann hafði áður hlotið refsingu fyrir sams konar brot. Hér var því um ítrekurnarbrot að ræða og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×