Innlent

Tekin með tíu grömm af kannabis

MYND/KK

Lögreglan á Akureyri handtók á föstudag konu á fimmtugsaldri við venjubundið eftirlit og reyndist hún vera með 10 grömm af kannabisefni í fórum sínum. Málið telst upplýst og var konan látin laus að yfirheyrslu lokinni.

Þá voru þrír menn á tvítugs- og þrítugsaldri handteknir á laugardag með lítilræði af kannabisefnum í fórum sínum. Í framhaldinu var gerð húsleit í íbúð þar sem fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu auk smáræðis af kannabisefnum. Lögreglan minnir sem fyrr á fíkniefnasímann 800-5005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×