Innlent

Tafir á umferð vegna vinnu við umferðarljós á Bústaðavegarbrú

Gert er ráð fyrir að mesta truflun verði vegna umferðar úr Kópavogi í aksturátt norður Kringlumýrarbraut sem ætlar í vinstribeygju af rampanum upp og inn á Bústaðaveg til vesturs.
Gert er ráð fyrir að mesta truflun verði vegna umferðar úr Kópavogi í aksturátt norður Kringlumýrarbraut sem ætlar í vinstribeygju af rampanum upp og inn á Bústaðaveg til vesturs. MYND/Stefán

Ljósin við Bústaðavegarbrú yfir Kringlumýrarbraut voru tekin úr sambandi nú klukkan hálftíu vegna vinnu við þau. Fram kemur í tilkynningu frá framkvæmda- og eignasviði borgarinnar að gera megi ráð fyrir einhverri truflun á umferð vegna þessa.

Mesta truflunin verður á umferð upp rampa frá Kringlumýrarbraut en öllum vinstri beygjum frá römpum inn á Bústaðavegarbrúna verður lokað. Einnig verður vinstri beygjum frá Bústaðavegi niður rampa lokað því þær þvera gagnstæða umferð. Umferðarhraði verður takmarkaður við 30 kílómetra á klukkusund. Áætlað er að vinnu við ljósin verði lokið í dag svo fremi sem ekkert óvænt komi upp á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×