Erlent

Obama vill að Gates verði áfram varnarmálaráðherra

Robert Gates þykir hafa staðið sig mun betur í embætti en forveri hans, Donald Rumsfeld.
Robert Gates þykir hafa staðið sig mun betur í embætti en forveri hans, Donald Rumsfeld. MYND/AP

Barack Obama, tilvonandi Bandaríkjaforseti, hefur beðið Robert Gates um að verða áfram varnarmálaráðherra eftir að sá fyrrnefndi tekur við stjórnartaumunum í Hvíta húsinu á næsta ári.

Þetta hefur Financial Times eftir heimildarmönnum sínum. Þar kemur enn fremur fram að fulltrúi á vegum Obama hafi rætt þessi mál við Gates sem íhugi nú alvarlega að taka boðinu.

Gates tók við embætti varnarmálaráðherra árið 2006 að beiðni Bush Bandaríkjaforseta og þykir hafa staðið sig vel í embætti. Ef af yrði myndi repúblikani því verða í stjórn Obama.

Bent er á að Obama og Gates greini þó á um eitt, hvenær kalla skuli bandaríska hermenn heim frá Írak. Obama hefur viljað gera það innan 16 mánaða en Gates ekki viljað nefna neina tímasetningu. Hins vegar er talið að þetta mál hafi hugsanlega verið leyst með samningi sem bandarísk stjórnvöld gerðu fyrr í vikunni um að herinn yrði farinn fyrir 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×