Innlent

Vorhreinsun hefst þann 26. apríl

Mikilvægt að ganga vel frá garðúrgangi.
Mikilvægt að ganga vel frá garðúrgangi.

Hin árvissa vorhreinsun í Reykjavík hefst laugardaginn 26. apríl og stendur til laugardagsins 3. maí, en þá leggja starfsmenn hverfastöðva Reykjavíkurborgar garðeigendum lið og fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.

Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar biður garðeigendur um að hafa í huga að setja garðúrgang í poka, ekki blanda við jarðúrgang lausum jarðvegi og öðru rusli og að binda vinsamlegast greinaafklippur í knippi.

Reykjavíkurborg vekur athygli á því að ekki verða fjarlægð stór tré eða trjástofnar. Eingöngu verður fjarlægður garðaúrgangur. Þeir sem þurfa að losa sig við annað rusl eða muni er bent á endurvinnslustöðvar Sorpu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×