Innlent

Skemmta sér í gömlum Varnarliðsklúbbi

Ungmenni á grunnskólaaldri í Reykjanesbæ skemmta sér nú í gömlum Varnarliðsklúbbi á Keflavíkurflugvelli. Þar hafa þau eina glæsilegustu félagsaðstöðu á landinu með kvikmyndahúsi og afþreyingu í rúmum 1000 fermetrum.

Það er Félagsmiðstöðin Fjörheimar í Reykjanesbæ sem mun á næstu vikum flytja starfsemi sína í húsnæðið á Vallarheiði. Um er að ræða 1000 fermetra húsnæðis þar sem áður var klúbburinn Windbreaker. Nú er verið að laga rafmagn að íslenskum stöðlum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×