Innlent

Gripnir við innbrot í gáma

Lögreglumenn stóðu tvo menn að verki í Miðhrauni í Hafnarfirði í nótt, þar sem þeir voru búnir að brjótast inn í fjóra gáma og voru í óða önn að selflytja varning úr þeim yfir í sendiferðabíl, sem þeir voru á.

Mennirnir gista fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag. Þá var brotist inn í Hólabrekkuskóla og þaðan meðal annars stolið skjávarpa, og inn í Hamraskóla í Grafarvogi, en ekki liggur fyrir hverju var stolið þar. þjófarnir komust undan í báðum tilvikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×