Lífið

Áföllin dynja á Hulk Hogan

Hulk brosir ekki jafn breitt í dag.
Hulk brosir ekki jafn breitt í dag.
Leikarinn Hulk Hogan á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Fyrir nokkru klessukeyrði sonur hans, Nick Hogan, bíl sinn með þeim afleyðingum að vinur hans liggur í dái, og skömmu síðar skildi eiginkona Hulk og barnsmóðir við hann. Ekki skánar það nú.

Í viðtali hjá Larry King á CNN í fyrradag brotnaði Hulk næstum niður þegar hann ræddi slys sonarins, sem var fyrr í mánuðinum dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar vegna slyssins. Hulk vann sér þó líklega ekki inn mörg samúðarstig þegar hann lýsti því yfir að hann teldi að slysið hafi verið „vilji guðs", sem vildi með þessu kenna syni sínum lexíu.

Veröld Hulks hlýtur þó að hafa hrunið endanlega við nýjasta áfalllið. Grill sem markaðssett er undir nafni glímukappans, The Hulk Hogan Ultimate Grill, hefur verið afturkallað. Töluverðar líkur þykja nefnilega á því að fólk brenni ofan af sér reyni það eitthvað kjánalegt við eldamennskuna - eins og að nota matarolíu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.