Lífið

Bond lag Winehouse sett í salt

Amy hefur átt við mikla erfiðleika að stríða undanfarið.
Amy hefur átt við mikla erfiðleika að stríða undanfarið.
Upptökum með Amy Winehouse á þema lagi nýjustu Bond myndarinnar hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna ástands söngkonunnar.

Upptökustjórinn Mark Ronson sagði í viðtali við Sky News á föstudag að Winehouse væri ekki í neinu ástandi til að taka upp tónlist. Ronson tók upp megnið af margverðlaunaðri plötu söngkonunnar, Back to black.

Hann sagði að þau hefðu þegar hafið upptökur á þemalaginu við Quantum of Solace, en það þyrfti vísindalegt kraftaverk til að þau næðu að ljúka þeim.

Söngkonan hefur þrátt fyrir gríðarlega velgengni síðustu plötu sinnar vakið mesta athygli undanfarið fyir drykkjulæti, dópneyslu og önnur vandræði í einkalífinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.