Framkvæmdarstjóri í Glitni ekki jafn heppinn og Birna 5. nóvember 2008 18:45 Maður sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra í Glitni var ekki jafn heppinn og Birna Einarsdóttir, bankastjóri bankans. Hann keypti hlutabréf í bankanum sama dag og Birna en þau kaup voru ekki ógild vegna tæknilegra mistaka. Fjölmiðlaráðgjafi segir að mál Birnu þurfi flýtimeðferð hjá fjármálaeftirlitinu því umræðan hafi skaðleg áhrif á bankann. Þann 29. mars á síðasta ári barst Kauphöllinni tilkynning um að Birna Einarsdóttir, sem þá starfaði sem framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Glitnis, hefði keypt 7 milljón hluti í bankanum á genginu 26,4 eða fyrir 190 milljónir króna. Næstu 11 mánuðina hélt Birna að hún ætti hlutinn eða þar til hún mætti á hluthafafund þann 20. febrúar síðastliðinn, en þá var eignarhlutur Birnu hvergi á skrá. Kaupin gengu aldrei í gegn vegna tæknilegra mistaka og var Kauphöllinni ekki tilkynnt um að ekkert yrði af kaupunum. Í yfirlýsingu frá Birnu kom fram að ekki hafi verið vilji innan bankans til að standa við upphaflegan samning. Tæknin kom þó ekki í veg fyrir að kaupin gengu í gegn að þessu sinni. Ekki var óskað eftir störfum umrædds framkvæmdastjóra í nýja Glitni. Hann starfar nú tímabundið hjá gamla Glitni í London þar sem gengið er frá málefnum þess banka. Hann staðfesti að kaupin hefðu gengið í gegn en vildi að öðru leiti ekki tjá sig um málið. Birna óskaði eftir því að Fjármálaeftirlitið tæki sín viðskipti til skoðunar og hafa þegar verið send gögn frá bankanum vegna þessa. Jón Hákon Magnússon, fjölmiðlaráðgjafi, segir málið þurfa flýtimeðferð því umræðan hafi skaðleg áhrif á ímynd bankans. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Maður sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra í Glitni var ekki jafn heppinn og Birna Einarsdóttir, bankastjóri bankans. Hann keypti hlutabréf í bankanum sama dag og Birna en þau kaup voru ekki ógild vegna tæknilegra mistaka. Fjölmiðlaráðgjafi segir að mál Birnu þurfi flýtimeðferð hjá fjármálaeftirlitinu því umræðan hafi skaðleg áhrif á bankann. Þann 29. mars á síðasta ári barst Kauphöllinni tilkynning um að Birna Einarsdóttir, sem þá starfaði sem framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Glitnis, hefði keypt 7 milljón hluti í bankanum á genginu 26,4 eða fyrir 190 milljónir króna. Næstu 11 mánuðina hélt Birna að hún ætti hlutinn eða þar til hún mætti á hluthafafund þann 20. febrúar síðastliðinn, en þá var eignarhlutur Birnu hvergi á skrá. Kaupin gengu aldrei í gegn vegna tæknilegra mistaka og var Kauphöllinni ekki tilkynnt um að ekkert yrði af kaupunum. Í yfirlýsingu frá Birnu kom fram að ekki hafi verið vilji innan bankans til að standa við upphaflegan samning. Tæknin kom þó ekki í veg fyrir að kaupin gengu í gegn að þessu sinni. Ekki var óskað eftir störfum umrædds framkvæmdastjóra í nýja Glitni. Hann starfar nú tímabundið hjá gamla Glitni í London þar sem gengið er frá málefnum þess banka. Hann staðfesti að kaupin hefðu gengið í gegn en vildi að öðru leiti ekki tjá sig um málið. Birna óskaði eftir því að Fjármálaeftirlitið tæki sín viðskipti til skoðunar og hafa þegar verið send gögn frá bankanum vegna þessa. Jón Hákon Magnússon, fjölmiðlaráðgjafi, segir málið þurfa flýtimeðferð því umræðan hafi skaðleg áhrif á ímynd bankans.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira